Árið 2007 varð Errea fyrsti evrópski íþróttavöruframleiðandinn til að öðlast OEKO-TEX viðurkenningu.

Þessi viðurkenning, útgefin af stofnun sem hefur í meira en 20 ár staðið fyrir alþjóðlegum stöðlum í rannsóknum og tilraunum á náttúrulegum efnum, ábyrgist að allur Errea fatnaður og aukahlutir leysa ekki frá sér krabbameins- og/eða skaðvaldandi efni, sem oft er notað af íþróttavöruframleiðendum til að halda kostnaði í lágmarki, vottar öryggi vörunnar og að hún sé ekki heilsuspillandi.


Skoðaðu efnin sem við notum


Vottunin tryggir að Errea vörur hafa staðist Oeko - Tex Standard 100 prófanir, sem innihalda:

- prófun fyrir asó-litarefni

- prófun á litarefnum, flokkuð sem krabbameinsvaldandi eða ofnæmisvaldandi

- prófun á formaldehýði

- prófun á klórfenoli

- prófun á innihaldi klóraðs bensens og tólúens

- prófun á þungmálmum

- prófun á litafasta

- prófun á pH-gildi í bleytu

- prófun á innihaldi lífrænna tin-efnasambanda (TBT og DBT)